Árangur Origo árið 2020 er góður og að baki er ár þar sem frábært samstillt átak starfsfólks skilar góðum rekstri í viðskiptaumhverfi sem ekkert okkar hefur upplifað áður. Félagið setti heilsu og öryggi starfsfólks í forgang og vann vel í því að skapa aðstæður svo félagið mætti halda áfram góðum rekstri.
Lesa meira
Origo stendur fyrir árangur, hugvit, þekkingu, snjallar og öruggar lausnir, langtímasamband, traust og persónulega þjónustu.
Tekjur Origo jukust um 15% og EBITDA félagsins nam 1.245 mkr, sem er aukning frá fyrra ári. Mikill afkomubati er á notendalausnasviði félagsins og vel hefur tekist til að halda góðri afkomu á hugbúnaðarsviðum þess. Afkoma af rekstrarþjónustu er viðunandi miðað við breytingar í umhverfinu en aukin stærðarhagkvæmni er nauðsynleg til að bæta afkomu af slíkri þjónustu.
Origo hefur einsett sér með skýrri stefnu og markmiðum í jafnréttismálum að að fjölga konum innan félagsins en eitt af meginmarkmiðum næsta árs eru að að 50% þeirra sem verða ráðnir til félagsins verði konur.
Stjórn Origo samanstendur af 5 einstaklingum, en stjórnin fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem gefnar voru út af Viðskiptaráði Íslands, OMX Kauphöll Íslands og Samtökum atvinnulífsins.
Með stefnu um samfélagslega ábyrgð hyggst Origo lágmarka neikvæð áhrif á samfélagið og auka þau jákvæðu. Sjálfbærnistefna nær utan um samfélagslega ábyrgð Origo í víðtæku samhengi. Stefnan tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Origo hefur valið að styðja sérstaklega við fjögur heimsmarkmið SÞ; jafnrétti kynjanna, nýsköpun og uppbyggingu, ábyrga neysla og aðgerðir í loftslagsmálum.