Viðskiptalausnasvið Origo gekk vel á fjórða ársfjórðungi og góður tekjuvöxtur í starfseminni, en aukin tekjudreifing er meðal viðskiptavina og atvinnugreina.
Meðal verkefna má nefna gangsetningu á SAP S/4HANA hjá VÍS og sala á sömu lausn til Samskip, sem mun innleiða kerfið 2021.
Í kjölfar vöruþróunar á árinu voru góðar sölur voru í viðbótarlausnum Origo fyrir SAP kerfi, svo sem bankatengingum og rafrænum skjölum og sjálfvirkni. Kjarni mannauðs og launakerfi hélt áfram að styrkjast þar sem núverandi viðskiptavinir bæta við sig virkni og nýir viðskiptavinir bætast við hópinn.
Góðar sölur vöru í lok árs á sviði MS Business Central og góður gangur í þróun Origo viðbótarlausna sem ætlaður er fyrir Microsoft markaðstorgið.
Tekjur af hugbúnaðarsölu og hugbúnaðaráskrift eru nú yfir 40% af tekjum sviðsins og stefnt á að stækka það hlutfall, þó vöxtur á sölu ráðgjafatíma verði enn til staðar.
Áhersla síðustu ára á rannsóknir og þróun hefur skilað sér í jafnari afkomu og vaxtamöguleikum. Á sviði vöruþróunar er nú aukin áhersla á lausnir sem selja má á alþjóðlegum mörkuðum.
Í byrjun sumars var SAP innlánakerfi gangsett hjá SBAB bankanum í Svíþjóð með rúmlega 400.000 innlánareikninga. Samhliða því var Origo greiðslumiðlunarlausn tekin í notkun.
Í lok september var skrifað undir samning sem snýr að áframhaldandi innleiðingu á SAP. Bæði Landshypotek og SBAB hafa vaxið í rekstrarþjónustu hjá Applicon og tækifæri til að útvíkka það samstarf enn frekar.
Undir lok ársfjórðungs staðfesti Landhypotek bankinn í Svíþjóð kaup á SAP S/4HANA viðskiptahugbúnaði. Þá er unnið að áhugaverðum nýjungum í netbankalausn bankans, sem kemur frá Origo. Þessi viðskipti undirstrika ánægju bankans með SAP bankakerfin og samstarfið við Applicon, dótturfélag Origo í Svíþjóð.
lykilþættir í starfsemi:
- Góð eftirspurn í SAP og Business Central.
- Tekjur af hugbúnaðarsölu og áskriftum er nú yfir 40% af heildartekjum viðskiptatengdra lausna.
- Victoria Sundberg, nýr forstjóri tekin við hjá Applicon. Áhersla er lögð á tekjuvöxt.
- Origo eina íslenska fyrirtækið sem eru útnefnt til samstarfsverðlauna Microsoft 2021 fyrir Bankamiðju en lausnin einfaldar samskipti milli viðskiptakerfa og bankaþjónustu.
- Yfir 20 starfsmenn í hugbúnaðarþróun í Serbíu.
- Aðgangur að þekkingu sem skortur er á hérlendis.
- Vaxandi eftirspurn eftir ráðgjöf við innleiðingu stærri og flóknari umbreytingaverkefna hérlendis.
- Höldum áfram uppbyggingu í kringum mannauðs- og launakerfi Kjarna sem og fókus á SAP fyrir mannfrekari fyrirtæki.