Fjárhagur


Seldar vörur og þjónusta

Sala á vöru og þjónustu nam 17.062 mkr árið 2020 samanborið við 14.845 mkr árið 2019, sem er hækkun um 14,9% frá fyrra ári. Tekjuvöxtur í notendabúnaði var 20,5% á árinu, netverslun jókst um 152% og er nú um 35% af veltu sviðsins. 9,6% vöxtur var í sölu á hugbúnaði. Hluti af starfseminni stóð frammi fyrir miklum áskorunum vegna samdráttar í tekjum af ferðaiðnaði. Stór verkefni voru innleidd á árinu, t.d. vegna landamæraskimunar. Einstakt ár þegar kemur að innleiðingu fjárhagskerfa, bankalausna og mannauðs- og launalausna.  Rekstrarþjónusta skilaði 13,6% tekjuvexti á árinu, unnið er að aukinni sjálfvirkni og hagkvæmni í þjónustunni.

* Seldar vörur og þjónusta er án Tempo ehf.

EBITDA

EBITDA* nam 1.245 mkr (7,3%) árið 2020, en nam 1.006 (6,8%) mkr árið 2019. EBITDA* árið 2020 er leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði á árinu sem var 167 mkr. Mikill viðsnúningur í EBITDA í notendabúnaði en EBITDA í rekstrarþjónustu og innviðum lækkar á milli ára. Afkoma hugbúnaðarsviða er að ná fyrri styrk en áfram er mikil fjárfesting í eigin hugbúnaði. 

* EBITDA er án Tempo ehf. og með áhrifum IFRS 16 árið 2019

Heildarhagnaður

Heildarhagnaður árið 2020 var 408 mkr samanborið við 456 mkr heildarhagnað árið 2019. Árið 2018 færðust 5 miakr undir fjármunatekjur vegna sölu á 55% eignarhlut í Tempo ehf. 

Eiginfjárhlutfall

Eiginfjárhlutfall er 56,5% árið 2020 en var 57,1% árið 2019. Eiginfjárhlutfall hefur verið sterkt síðustu þrjú ár og í takti við markmið félagsins. 

Veltufjárhlutfall

Veltufjárhlutfall er 1,27 árið 2020 en var 1,34 árið 2019. Veltufjárhlutfall er áfram innan þeirra marka sem félagið einsetur sér.

NET debt/EBITDA

Net debt/EBITDA án IFRS 16 áhrifa er -0,6 árið 2020 en var 0,3 árið 2019. Markmið félagsins er að Net debt/EBITDA sé á milli 0,5 og 2. 

Fjárfestingar

Fjárfestingar í rekstrarfjármunum voru 334 mkr árið 2020 sem er sambærilegt árinu 2019. Fjárfesting í óefnislegum eignum hækkar um 105 mkr á árinu 2020. Árið 2019 var veruleg lækkun í þessum lið vegna þess að Tempo fór út úr samstæðuupgjöri félagsins árið 2019. Engar rekstrareikningar voru keyptar á árinu 2020. 

Handbært fé frá rekstri

Handbært fé frá rekstri var 1.493 mkr í lok árs 2020 en var 629 mkr í lok árs 2019. Birgðir hækkuðu um 98 mkr á árinu en á móti lækkuðu viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur um 332 mkr og viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir hækkuðu um 279 mkr á árinu.