Persónuvernd
Hjá Origo er lögð rík áhersla á vernd og öryggi persónuupplýsinga og mikil vinna hefur átt sér stað hjá Origo við verklagsreglur, ferla og stefnur um meðferð persónuupplýsinga hjá félaginu. Fræðslukynningar og vitundarþjálfun eru haldnar reglulega til þess að stuðla að því að starfsmenn séu vel upplýstir þegar kemur að meðferð persónuupplýsinga. Starfsmenn fá árlega almenna fræðslu um persónuvernd auk þess sem haldin eru sérhæfðari námskeið. Markmiðið með þessum aðgerðum er að viðhafa góða stjórnarhætti og stuðla að því að vinnsla persónuupplýsinga uppfylli gildandi lög og reglur um persónuvernd.
Ferli og verklagsreglur hjá Origo sem snúa að persónuvernd eru partur af stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis hjá félaginu sem byggt er á ISO 27001:2013 staðlinum. Ferlin og verklagsreglurnar taka mið af ISO 27701:2019 staðlinum og hafa þau verið vensluð við ferli og verklagsreglur sem tilheyra ISO 27001:2013.
Origo leggur áherslu á að reglulegar úrbætur og bestun ferla og verklagsreglna sem snúa að persónuvernd. Þá hafa nýjar lausnir verið innleiddar til að hámarka virkni í starfsemi félagsins.
Nánar má lesa um persónuvernd hjá Origo hér.