Fjarbingó og spurningaleikir
Hjá Origo starfar skemmtilegur hópur fólks sem tekur virkan þátt í því öfluga framboði af viðburðum sem boðið er upp á. Ótal fjarviðburðir voru haldnir á árinu, í ljósi samkomutakmarkana og starfsfólk duglegt að finna frumlegar lausnir til að skemmta sér á tímum heimsfaraldurs.
Meðal viðburða voru fjarárshátíð með frábærum skemmtikröftum, fjarbingó, boðið var upp á nokkra tónleika heim í stofu, fjölskylduviðburði og matarveislur auk spurningaleikja og hamingjustunda fyrir framan skjáinn með samstarfsfélögum. Þess má geta að Origo var fyrst fyrirtækja á Íslandi að halda fjarhátíð.
Lögð var áhersla á tíða og mikla upplýsingamiðlun og fjölbreytta fræðsluviðburði, til að fræða og skemmta sem starfsfólk kunni vel að meta. Það var því virkilega ánægjulegt að í lok árs þegar árleg vinnustaðagreining var framkvæmd að niðurstöður sýndu að aldrei áður hafði mælst eins há starfsánægja, stolt og helgun í félaginu.